Átt þú land sem liggur að Mývatni eða Laxá?
20.03.2013
Tilkynningar
Nú er verið að vinna aðgerðaáætlun um veiðar á tegundum sem geta haft skaðleg áhrif á fuglalif á verndarsvæði
Mývatns og Laxár (í samræmi við 11. gr. reglugerðar nr. 665/2012).
Óskað er eftir þátttöku landeigenda í vinnuhóp sem vinna mun aðgerðaráætlunina. Í hópnum munu einnig sitja fulltrúar sveitarfélaganna og Umhverfisstofnunar.
Þeir landeigendur sem áhuga hafa á að taka þátt geta tilnefnt einn fulltrúa frá hverri jörð á netfangið umhverfisstofnun@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000 fyrir 2. apríl næstkomandi. Vinna hefst í kjölfarið og gert er ráð fyrir að henni ljúki í apríl.