Fara í efni

Atvinna í boði hjá félagsþjónustunni

Atvinna í boði hjá félagsþjónustunni

 

 

Félagsþjónusta Norðurþings leitar eftir öflugum einstaklingum 20 ára og eldri í félagslega liðveislu.

 

Með félagslegri liðveislu er átt við persónulega aðstoð, félagslegan stuðning og að efla viðkomandi til sjálfsbjargar með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun. Tilvalið með annarri vinnu eða skóla.

 

Laun eru samkv. kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og STH. / Framsýn.  Um er að ræða tímavinnu. Verkefnastjóri búsetu Anna María Þórðardóttir veitir nánari upplýsingar í síma 464-6100 eða á netfanginu annamaria@nordurthing.is.

 

Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á nordurthing.is

 

Umsóknir berist til Félagþjónustu Norðurþings,

Ketilsbraut 7-9

640 Húsavík

eða  á annamaria@nordurthing.is