Fara í efni

Atvinnuleitendur á opnu húsi í Þekkingarsetrinu

Undanfarið hafa atvinnuleitendur komið saman á Þekkingarsetri Þingeyinga, alla þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 10:00 - 12:00. Ýmislegt er þar í boði fyrir atvinnuleitendur.  Nefna má að fulltrúar Framsýnar hafa farið yfir rettindamál með atvinnuleitendum og starfsfólk Þekkingarsetursins hefur kynnt námsframboð og ráðgjöf sem er í boði.

Undanfarið hafa atvinnuleitendur komið saman á Þekkingarsetri Þingeyinga, alla þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 10:00 - 12:00.

Ýmislegt er þar í boði fyrir atvinnuleitendur.  Nefna má að fulltrúar Framsýnar hafa farið yfir rettindamál með atvinnuleitendum og starfsfólk Þekkingarsetursins hefur kynnt námsframboð og ráðgjöf sem er í boði.

Markmiðið með opna húsinu er að skapa vettvang fyrir fólk til að leita leiða til atvinnusköpunar, öflunar menntunar eða annarrar uppbyggilegrar iðju eftir þörfum og óskum.  Jafnframt að efla samstöðu og samkennd meðal atvinnulausra og veita fólki tækifæri til að deila sameiginlegri reynslu.  En einnig að koma í veg fyrir að fólk einangrist félagslega á meðan á atvinnuleit stendur, viðhalda virkni og fyrirbyggja slæmar afleiðingar atvinnuleysis.