Fara í efni

Atvinnumál kvenna - umsóknir um styrki

Nú hefur Vinnumálastofnun/ Félagsmálaráðuneytið auglýst styrki til Atvinnumála kvenna lausa til umsóknar og er umsóknarfrestur til 28.september næstkomandi.  Til umráða nú eru 50 milljónir sem að verður úthlutað til kvenna sem hafa góðar viðskiptahugmyndir. Kynningarfundir um styrkina og þjónustu við konur sem hyggja á atvinnurekstur verður haldinn á Húsavík föstudaginn 19. september kl. 12:00 - 13:00 á Gamla Bauk.  

Nú hefur Vinnumálastofnun/ Félagsmálaráðuneytið auglýst styrki til Atvinnumála kvenna lausa til umsóknar og er umsóknarfrestur til 28.september næstkomandi.  Til umráða nú eru 50 milljónir sem að verður úthlutað til kvenna sem hafa góðar viðskiptahugmyndir.

Kynningarfundir um styrkina og þjónustu við konur sem hyggja á atvinnurekstur verður haldinn á Húsavík föstudaginn 19. september kl. 12:00 - 13:00 á Gamla Bauk.

 

Að þessu sinni verður hægt að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlana, markaðs- og kynningarmála, þróunarvinnu af ýmsu tagi og hönnunar. Nýnæmi í styrkveitingum að þessu sinni er að konur sem hafa fullmótaða viðskiptaáætlun geta sótt um styrk vegna launakostnaðar í allt að 6 mánuði.  Ekki eru veittir styrkir til stærri fjárfestinga í aðstöðu, tækjum og búnaði.

Forsendur þess að umsóknir séu styrkhæfar eru að verkefnið sé í eigu konu/kvenna og stjórnað af konu, að það feli í sér atvinnusköpun til frambúðar og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun og að viðskiptahugmynd sé vel útfærð.

Nánari upplýsingar hér og á vefsíðunni www.atvinnumalkvenna.is