Auglýsing um deiliskipulag
Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Norðurþings auglýsa hér með skipulagslýsingu skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fyrirhugaðs deiliskipulags, sem Vegagerðin hefur ákveðið í samráði við Skútustaðahrepp og Norðurþing að gera vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði og vegaframkvæmdar á Hringvegi (1).
Framkvæmdin er í Skútustaðahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu og í Norðurþingi í Norður-Þingeyjarsýslu. Um er að ræða deiliskipulag fyrir vinnubúðir og athafnasvæði framkvæmdaaðila auk efnistökusvæða sem skilgreind eru á aðalskipulagi.
Skipulagslýsingin mun liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps Hlíðavegi 6, 660 Mývatn og í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík frá og með miðvikudeginum 19. mars til og með miðvikudeginum 9. apríl 2014. Lýsingin verður einnig aðgengileg á sama tíma á heimasíðum sveitarfélaganna: http:www //myv.is og http:www //nordurthing.is
Þeim sem vilja gera athugasemdir við skipulagslýsinguna eða koma með ábendingar er gefinn kostur á að koma þeim á framfæri við skrifstofur sveitarfélaganna og/eða til skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélaganna.
Allar nánari upplýsingar gefa undirritaðir.
Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings:
Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps: bjarni@thingeyjarsveit.is