Fara í efni

Auglýsing um deiliskipulag

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps og bæjarráð Norðurþings í umboði bæjarstjórnar samþykktu annars vegar þann 27. ágúst s.l. og hins vegar þann 3. júlí s.l. að auglýsa sameiginlega skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi, 

sem Vegagerðin hefur gert í samráði við sveitarfélögin vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði og vegaframkvæmda á Hringvegi (1). 

 

Framkvæmdin er á sveitarfélagamörkum Skútustaðahrepps og Norðurþings.  Um er að ræða deiliskipulag fyrir vinnubúðir og athafnasvæði framkvæmdaaðila auk efnistökusvæða sem skilgreind eru í aðalskipulögum sveitarfélaganna. 

 

Tillöguuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps Hlíðavegi 6, 660 Mývatn og í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík frá og með föstudeginum 5. september til og með föstudeginum 17. október 2014.  Tillagan verður einnig aðgengileg á sama tíma á heimasíðum sveitarfélaganna:  http:www //myv.is og http:www //nordurthing.is 

 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.  Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 17. október 2014.  Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu viðkomandi sveitarfélags eða  á eftirfarandi netföng skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélaganna. 

Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir.

 

Allar nánari upplýsingar gefa undirritaðir.

 

Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings:

gaukur@nordurthing.is

 

Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps:  bjarni@thingeyjarsveit.is