Fara í efni

Auglýsing um forsetakosningar laugardaginn 1. júní 2024

Kosið verður til embættis forseta Íslands 1. júní 2024.

Upplýsingar um framlagningu kjörskrár og framkvæmd forsetakosninga í Norðurþingi:

Hægt að nálgast upplýsingar úr kjörskrá á upplýsingavefnum kosning.is

Rétt til að kjósa á kjörfundi á kosningadaginn 1. júní 2024 hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá.
Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki og framvísa á kjörstað.

Norðurþingi er skipt niður í 5 kjördeildir, skv eftirfarandi:

Kjördeild I og II - Borgarhólsskóla Húsavík
Fyrir íbúa Húsavíkur og Reykjahverfis. Kjörfundur er opinn kl. 09:00-22:00.
Inngangur að austanverðu, gengt Framhaldsskólanum.

Kjördeild III - Skúlagarði
Fyrir íbúa Kelduhverfis. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-18:00.

Kjördeild IV - Skólahúsinu Kópaskeri
Fyrir íbúa Kópaskers og Öxarfjarðar. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-18:00.

Kjördeild V - Ráðhúsinu Raufarhöfn
Fyrir íbúa Raufarhafnar og nágrennis. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-18:00.

Allar nánari upplýsingar um framkvæmd forsetakosninganna fást hjá Norðurþingi í síma 464-6100 og á upplýsingavefnum www.kosning.is

Yfirkjörstjórn Norðurþings
Karl Hreiðarsson
Berglind Ósk Ingólfsdóttir
Hermann Aðalgeirsson