Auglýsing um kynningu aðalskipulagsbreytinga, deiliskipulagstillögu og umhverfisskýrslna
12.11.2013
Tilkynningar
Skipulagsnefnd Norðurþings hefur falið undirrituðum að kynna eftirfarandi skipulagstillögur og meðfylgjandi umhverfiskýrslur skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr.
40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna lagningar jarðstrengs frá Höfuðreiðarmúla að spennivirki á Húsavík. Skipulagsstillagan er unnin með það að meginmarkmiði að heimila lagningu 66 kV jarðstrengs meðfram Reykjaheiðarvegi frá Höfuðreiðarmúla til Húsavíkur. Skipulagstillagan ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu er sett fram á einu blaði í stærð A2.
- Breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna stækkunar þjónustusvæðis við golfvöll á Húsavík. Lögð er fram tillaga að stækkun þjónustusvæðis við golfvöll sem veiti möguleika á að útbúa lóð undir hótel auk áður áformaðrar lóðar undir starfsemi golfklúbbsins. Ennfremur er í breytingartillögu gert ráð fyrir vegtengingu frá þjóðvegi 85 gegnt Kringlumýri að þjónustusvæði og inn í götuna Langholt.
- Hugmynd að deiliskipulagi ofangreinds þjónustusvæðis við golfvöllinn á Húsavík. Skipulagshugmyndin gerir ráð fyrir tveimur byggingarlóðum, annari undir hótel og hinni undir starfssemi golfklúbbs. Milli lóða verði vegur og gönguleið.
Skipulagshugmyndir verða kynntar á opnu húsi í fundarsal bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík mánudaginn 18. nóvember milli kl. 13 og 16.
Húsavík 12. nóvember 2013
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi