Auglýsing um skipulag á Kópaskeri.
Auglýsing um skipulag á Kópaskeri.
Breyting á aðalskipulagi 1990-2010.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 16. janúar 2007 að auglýsa tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Kópaskers 1990-2010. Skipulagstillagan er auglýst með vísan til 2. mgr. 21. gr skipulags og byggingalaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Skipulagstillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:5000, dags. 08.01.2007. Greinargerð er á uppdrætti.
Svæðið er breytingartillagan nær til er miðsvæði Kópaskers og afmarkast af Bakkagötu í suðri og vestri, Klifagötu að austan og Akurgerði að norðan.
Í breytingartillögunni felst eftirfarandi:
- Götur eru staðsettar eins og þær koma fram á loftmynd og er gert ráð fyrir gangstéttum meðfram götum. Þá er gert ráð fyrir að lóðir nái að gangstétt. Við lagfæringu lóðarmarka að öðru leyti er miðað við loftmynd, lóðarsamninga/etv. uppdrætti og fasteignskrá - með þeim hætti að lóðir nái yfir allt mannvirki sem samkvæmt loftmynd og fasteignaskrá er á hverri lóð og að engin lóð verði minni en fram kemur í lóðarsamningum og fasteignaskrá.
- Núverandi almenningsgarður við gatnamót Akurgerðis/Klifagötu er skilgreindur sem opið svæði til sérstakra nota
- Lóðir við suðurhluta Bakkagötu eru skilgreindar sem verslunar- og þjónustusvæði í samræmi við notkun þeirra.
- Lóðin Bakkagata 12 er skilgreind sem svæði fyrir þjónustustofnanir, gert er ráð fyrir að lóðin stækki og þar komi sundlaug o. fl. áfast núverandi íþróttahúsi o.fl.
- Ný lóð við Klifagötu er skilgreind sem blandað verslunar- og þjónustusvæði og svæði fyrir þjónustustofnanir.
Deiliskipulagstillaga miðsvæðis milli Akurgerðis og Bakkagötu Kópaskeri Norðurþing..
Jafnframt breytingu á aðalskipulagi samþykkti sveitarstjórn á sama fundi að auglýsa tillögu að deiliskipulagi af svæðinu sem aðalskipulagstillagan nær til. Deiliskipulagstillagan er auglýst skv. 25 gr. Skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997 og 2. mgr. gr. 6.2.3 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998. Deiliskipulagstillagan nær til miðsvæðis Kópaskers og afmarkast af Bakkagötu í suðri og vestri, Klifagötu að austan og Akurgerði að norðan.
Skipulagstillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000, dags. 08.01.2007. Greinargerð er á uppdrætti.
Skipulagstillögurnar ásamt greinargerðum eru til sýnis hjá skipulags- og byggingafulltrúa Þingeyinga Ketilsbraut 7-9, Húsavík og á skrifstofu Norðurþings Bakkagötu 10 á Kópaskeri. . Einnig er unnt að kynna sér tillögunrnar á heimasíðu Norðurþings http://www.nordurthing.is undir hnappnum "aðalskipulag Húsavíkurbæjar" hægra megin hér á heimasíðunni.
Skipulagstillögurnar eru til sýnis frá og með miðvikudeginum 21. febrúar 2007. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi er til sýnis til 15. mars 2007, en tillaga að deiliskipulagi er til sýnis til 5. apríl 2007.
Íbúum Norðurþings og öðrum þeim er telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við tillögurnar hvora fyrir sig. Skriflegar athugasemdir skulu berast skipulags- og byggingarfulltrúa innan þess frests sem að ofan er getið.
Þeir sem ekki gera skriflega athugasemd við skipulagstillögurnar innan frestsins teljast samþykkir henni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Þingeyinga,
Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík - Norðurþingi.