Auglýsing um sveitarstjórnarkosningar 2014
Framkvæmd kosninganna verður með sama hætti og fyrr, kjörstaðir verða á Húsavík, Skúlagarði, Kópaskeri og Raufarhöfn.
Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar Norðurþings er til kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014. Framboðum er hægt að skila á Skrifstofu Norðurþings á Húsavík fyrir þann tíma eða á fund Yfirkjörstjórnar Norðurþings, sem haldinn verður kl. 11:00 laugardaginn 10. maí 2014. Fundurinn verður haldinn á Skrifstofu Norðurþings á Húsavík (suður inngangur).
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 5. apríl 2014. Í Norðurþingi er utankjörfundar-atkvæðagreiðslan í umsjón Sýslumanns Þingeyinga, Útgarði 1 á Húsavík, sími 464-5000.
Allar nánari upplýsingar um framboð og kosningar til sveitarstjórna er hægt að nálgast á upplýsingavefnum www.kosningar.is, á Skrifstofum Norðurþings sími 464-6100 og hjá Yfirkjörstjórn Norðurþings, sem hefur netfangið kjorstjorn@nordurthing.is.
Yfirkjörstjórn Norðurþings
Ágúst Sigurður Óskarsson, formaður
Hanna Ásgeirsdóttir
Höskuldur Skúli Hallgrímsson