Fara í efni

Auglýsing um tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Húsavík

Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Norðurþings frá 22. nóvember 2011 og í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingum á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis Húsavíkur í Norðurþingi.

Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Norðurþings frá 22. nóvember 2011 og í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingum á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis Húsavíkur í Norðurþingi.

Skipulagssvæðið afmarkast af Naustagili í norðri, Garðarsbraut í austri, Búðargili í suðri og sjó í vestri.  Í skipulagstillögunni eru innfærðar nokkrar breytingar sem orðið hafa á svæðinu frá gildandi deiliskipulagi og gerð tillaga að afmörkun umferðarsvæða og bílastæða.  Smávægilegar breytingar eru gerðar á lóðarmörkum einstakra lóða og byggingarrétti nokkurra lóða breytt.  M.a. er gert  ráð fyrir að byggja megi allt að 45 m² hús ofan bakka að Hafnarstétt 11 en á móti felldur niður byggingarréttur smáhýsis á þaki Hafnarstéttar 17.  Deiliskipulag þetta er í samræmi við gildandi aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 nema hvað varðar nýtingu lóða Hafnarstéttar 25-33.  Samhliða kynningu þessarar tillögu fer því fram kynning á breytingu aðalskipulags sem heimili blandaða landnotkun hafnarsvæðis og verslunar- og þjónustusvæðis allt suður að Hafnarstétt 33.  Deiliskipulagstillagan er lögð fram sem einn uppdráttur (mkv. 1:500 á A1) og greinargerð.
Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá og með 1. desember 2011 til og með 12 janúar 2012.  Einnig er skipulagstillagan til kynningar á heimasíðu Norðurþings, http://www.nordurthing.is/is/thjonusta/skipulags-og-byggingarmal/skipulagsmal.  Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.  Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til undirritaðs að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða á netfangið nordurthing@nordurthing.is eigi síðar en 12. janúar 2012.  Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkja tillöguna.


Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings