Fara í efni

Auglýsing um tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Húsavík

Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Norðurþings frá 15. maí 2012 og í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi miðhafnarsvæðis Húsavíkur í Norðurþingi.

Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Norðurþings frá 15. maí 2012 og í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi miðhafnarsvæðis Húsavíkur í Norðurþingi.

Skipulagssvæðið afmarkast af Naustagili í norðri, Garðarsbraut í austri, Búðarárgili í suðri og sjó í vestri.  Í skipulagstillögunni eru innfærðar nokkrar breytingar sem orðið hafa á svæðinu frá gildandi deiliskipulagi og gerð tillaga að afmörkun umferðarsvæða og bílastæða.  Smávægilegar breytingar eru gerðar á lóðarmörkum einstakra lóða og byggingarrétti nokkurra lóða breytt.  M.a. er gert  ráð fyrir að byggja megi norður fyrir núverandi hvalasafn að Hafnarstétt 1.  Gert er ráð fyrir nokkrum litlum torgsölusvæðum, þ.m.t. er gert ráð fyrir að veita megi stöðuleyfi fyrir allt að 45 m² húsum til torgsölu ofan á þökum að Hafnarstétt 7 og 11.  Þess í stað er felldur niður byggingarréttur smáhýsis á þaki Hafnarstéttar 17.  Deiliskipulag þetta er í samræmi við gildandi aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 nema hvað varðar nýtingu lóða Hafnarstéttar 25-33.  Samhliða kynningu þessarar tillögu fer því fram kynning á breytingu aðalskipulags sem heimili blandaða landnotkun hafnarsvæðis og verslunar- og þjónustusvæðis allt suður að Hafnarstétt 33.  Deiliskipulagstillagan er lögð fram sem einn uppdráttur (mkv. 1:500 á A1) og greinargerð.

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá og með 25. maí 2012 til og með 6. júlí 2012.  Einnig er skipulagstillagan til kynningar á heimasíðu Norðurþings (http://www.nordurthing.is/is/thjonusta/skipulags-og-byggingarmal/skipulagsmal) og hjá Skipulagstofnun.  Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.  Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til undirritaðs að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða á netfangið nordurthing@nordurthing.is eigi síðar en 6. júlí 2012.  Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkja tillöguna.


Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings