Auglýst er eftir starfsmanni í félagsmiðstöðina á Kópaskeri
Tímabundið hlutastarf starfsmanns félagsmiðstöðvar á Kópaskeri er laust til umsóknar. Unnið er í tímavinnu frá ráðningu til 31. maí 2024. Laun eru samkvæmt kjarasamningi.
Félagsmiðstöðin þjónustar börn, unglinga eða ungmenni á skólasvæði Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar. Félagsmiðstöðin er opin einu sinni í viku, á fimmtudögum á milli kl. 16 og 19.
Starfslýsing
Vinnur með börnum, unglingum eða ungmennum, í félagsmiðstöð á Kópaskeri. Starfar undir stjórn yfirmanns. Skipuleggur og framkvæmir ásamt samstarfsfólki, í samráði við börn, unglinga eða ungmenni sem sækja félagsmiðstöð á Kópaskeri, dagskrár félagsmiðstöðvarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af störfum í félagsmiðstöð er kostur.
- Reynsla af vinnu með börnum, unglingum eða ungmennum.
- Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð hugsun.
- Mikil samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar
- Hreint sakavottorð
Umsóknarfrestur er til og með 18. september 2023.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi til fræðslufulltrúa Norðurþings á netfangið jon@nordurthing.is
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík í síma 464 6100 eða með fyrirspurnum á netfangið nordurthing@nordurthing.is