Fara í efni

Auglýst hefur verið eftir tilboðum

Vegagerðin á Norðurlandi eystra og Húsavíkurbær hafa auglýst eftir tilboðum í veginn fyrir neðan "Bakkann", frá Naustagili og norður að Kísilskemmu.

Vegagerðin á Norðurlandi eystra og Húsavíkurbær hafa auglýst eftir tilboðum í veginn fyrir neðan "Bakkann", frá Naustagili og norður að Kísilskemmu.

Hafnarvegur Húsavík, Norðausturvegur - Norðurgarður
Vegagerðin á Norðurlandi eystra og Húsavíkurbær hafa auglýst eftir tilboðum í veginn fyrir neðan "Bakkann", frá Naustagili og norður að Kísilskemmu. Í stuttu máli má segja að gert er ráð fyrir að vegurinn verði endurbyggður,  malbikaður og gengið frá kantsteinum. Þá verður gengið frá tengingu úr Naustagili niður á "Stéttina" og að smábátahöfn. Vegurinn norður mun liggja eftir núverandi vegi en miðsvæðis verður hann að hluta til byggður út í sjó.

Helstu magntölur: fyllingar og síulag 7.200 m3, neðra burðarlag 3.500 m3, efra burðalag 1.300 m3, grjótvörn 2.200 m3, malbik á götur 5.000 m2, gangstígar 1.400 m2, ofanvatnsræsi 300 m.
Verkið skal að fullu lokið 1.sept. 2003
Tilboðin verða opnuð mánudaginn 14.apríl 2003 kl: 14:15