Fara í efni

B O R G A R A F U N D U R

-Niðurskurður á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga- Borgarafundur í Íþróttahöllinni á Húsavík fimmtudaginn 7. október kl. 17:00 Samkvæmt fjárlögum stendur til að skerða fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga um ríflega 40%.  Gangi þetta eftir þá verður 60 til 70 starfsmönnum sagt upp störfum og öryggi íbúa Þingeyjarsýslna ógnað. Heilbrigðisráðherra, Fjármálaráðherra ásamt þingmönnum kjördæmisins voru boðaðir til fundarins. Ljóst er að ef af þessu verður er um gríðarlega mikið áfall að ræða fyrir samfélögin í Þingeyjarsýslum sem felur í sér aukið atvinnuleysi, skert búsetuskilyrði og fólksfækkun.  Í ljósi alvarleika stöðunnar er boðað til borgarafundarins. Sýnum stuðning í verki, mætum og látum skoðun okkar í ljós.  Við getum ekki né eigum, að sætta okkur við önnur lífsskilyrði  en þau sem felast í samtryggingu þjóðarinnar. Sveitarfélögin í Þingeyjarsýslum


-Niðurskurður á fjárveitingum
til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga-

Borgarafundur í Íþróttahöllinni á Húsavík
fimmtudaginn 7. október kl. 17:00

Samkvæmt fjárlögum stendur til að skerða fjárveitingar
til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga um ríflega 40%. 
Gangi þetta eftir þá verður 60 til 70 starfsmönnum sagt
upp störfum og öryggi íbúa Þingeyjarsýslna ógnað.
Heilbrigðisráðherra, Fjármálaráðherra ásamt þingmönnum
kjördæmisins voru boðaðir til fundarins.
Ljóst er að ef af þessu verður er um gríðarlega mikið áfall
að ræða fyrir samfélögin í Þingeyjarsýslum sem felur í sér
aukið atvinnuleysi, skert búsetuskilyrði og fólksfækkun. 
Í ljósi alvarleika stöðunnar er boðað til borgarafundarins.
Sýnum stuðning í verki, mætum
og látum skoðun okkar í ljós. 
Við getum ekki né eigum, að sætta okkur við önnur
lífsskilyrði  en þau sem felast í samtryggingu þjóðarinnar.

Sveitarfélögin í Þingeyjarsýslum