Fara í efni

Bæjarráð ályktar um Dettifossveg

Á fundi bæjarráðs í gær var eftirfarandi ályktun um uppbyggingu vegarins vestan Jökulasár á Fjöllum samþykkt samhljóða:   "Bæjarráð Húsavíkurbæjar fagnar því að loks skuli hilla undir varanlega vegagerð með Jökulsá á Fjöllum af hringvegi 1 niður á þjóðveg 85 í Kelduhverfi. Með umræddri vegagerð næst fram marga ára baráttumál og mikilvægt hagsmunamál byggðanna og ferðaþjónustunnar á svæðinu. Umrædd vegtenging vestan Jökulsár er lykilatriði varðandi aðgengi að Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum sem opnar um leið mjög áhugaverða hringleið á svæðinu sem nefnd hefur verið "Demantshringurinn" með Þjóðgarðinn (Dettifoss, Hólmatungur, Ásbyrgi), Mývatnssveit og Húsavík sem áhugaverða áfangastaði. Vegagerð vestan ár tengir einnig betur saman byggðina við Öxarfjörð og í Mývatnssveit en vegur austan ár.

Á fundi bæjarráðs í gær var eftirfarandi ályktun um uppbyggingu vegarins vestan Jökulasár á Fjöllum samþykkt samhljóða:

 

"Bæjarráð Húsavíkurbæjar fagnar því að loks skuli hilla undir varanlega vegagerð með Jökulsá á Fjöllum af hringvegi 1 niður á þjóðveg 85 í Kelduhverfi. Með umræddri vegagerð næst fram marga ára baráttumál og mikilvægt hagsmunamál byggðanna og ferðaþjónustunnar á svæðinu. Umrædd vegtenging vestan Jökulsár er lykilatriði varðandi aðgengi að Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum sem opnar um leið mjög áhugaverða hringleið á svæðinu sem nefnd hefur verið "Demantshringurinn" með Þjóðgarðinn (Dettifoss, Hólmatungur, Ásbyrgi), Mývatnssveit og Húsavík sem áhugaverða áfangastaði. Vegagerð vestan ár tengir einnig betur saman byggðina við Öxarfjörð og í Mývatnssveit en vegur austan ár.

Á fundi bæjarráðs í gær var eftirfarandi ályktun um uppbyggingu vegarins vestan Jökulasár á Fjöllum samþykkt samhljóða:

 

"Bæjarráð Húsavíkurbæjar fagnar því að loks skuli hilla undir varanlega vegagerð með Jökulsá á Fjöllum af hringvegi 1 niður á þjóðveg 85 í Kelduhverfi. Með umræddri vegagerð næst fram marga ára baráttumál og mikilvægt hagsmunamál byggðanna og ferðaþjónustunnar á svæðinu. Umrædd vegtenging vestan Jökulsár er lykilatriði varðandi aðgengi að Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum sem opnar um leið mjög áhugaverða hringleið á svæðinu sem nefnd hefur verið "Demantshringurinn" með Þjóðgarðinn (Dettifoss, Hólmatungur, Ásbyrgi), Mývatnssveit og Húsavík sem áhugaverða áfangastaði. Vegagerð vestan ár tengir einnig betur saman byggðina við Öxarfjörð og í Mývatnssveit en vegur austan ár.

Bæjarráð harmar þá neikvæðu afstöðu sem fram kemur í athugasemdum stjórnar Landverndar til Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðrar vegagerðar. Að mati bæjarráðs lýsa þær skilningsleysi á aðstæðum og hagsmunum heimamanna.

Það að stjórnin telur sig þess umkomna að geta betur metið hagsmuni ferðaþjónustunnar á svæðinu en hagsmunaaðilar heima í héraði lýsir yfirlæti af hennar hálfu.

Bæjarráð hvetur skipulagsyfirvöld í landinu til þess að fallast á umrædda vegagerð vestan ár og samgönguyfirvöld til þessa að tryggja eins hraða framkvæmd verksins og kostur er."

 

Ályktuninni verður komið á framfæri við skipulags- og samgönguyfirvöld og þingmenn kjördæmisins.