Bæjarstjórn ályktar um uppbyggingu Norðausturlands
Á fundi bæjarstjórnar 24. maí s.l. var samhljóða samþykkt svofelld ályktun sem borin var upp sameiginlega af oddvitum meiri- og minnihluta bæjarstjórnar:
“Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar tekur heils hugar undir sjónarmið og ábendingar til ríkisvaldsins um mikilvægi þess að flytja ríkisstofnanir til Akureyrar. Eðlilegt hlýtur að teljast að þær stofnanir ríkisins sem aðallega fást við mál sem snúa að landsbyggðinni s.s. sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og náttúrufars- og skipulagsmál séu staðsettar utan Reykjavíkur. Má í þessu samhengi benda á stofnanir eins og Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Veiðimálastofnun.
Á fundi bæjarstjórnar 24. maí s.l. var samhljóða samþykkt svofelld ályktun sem borin var upp sameiginlega af oddvitum meiri- og minnihluta bæjarstjórnar:
“Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar tekur heils hugar undir sjónarmið og ábendingar til ríkisvaldsins um mikilvægi þess að flytja ríkisstofnanir til Akureyrar. Eðlilegt hlýtur að teljast að þær stofnanir ríkisins sem aðallega fást við mál sem snúa að landsbyggðinni s.s. sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og náttúrufars- og skipulagsmál séu staðsettar utan Reykjavíkur. Má í þessu samhengi benda á stofnanir eins og Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Veiðimálastofnun.
Slíkur flutningur ríkisstofnana styrkir stöðu Akureyrar sem öflugs stjórnsýslu- og þjónustukjarna fyrir Norður- og Austurland. Uppbygging landshlutans alls þarf þannig að taka mið af styrkleikum hvers svæðis fyrir sig. Ljóst er að forsendur Akureyrar til að taka við stjórnsýslu- og þjónustustofnunum eru til muna sterkari en annarra svæða í landshlutanum og því eðlilegt að nýta þann styrkleika. Með sama hætti er það skoðun bæjarstjórnar Húsavíkurbæjar að einboðið sé að nýta styrkleika Húsavíkur og Þingeyjarsýslu þegar kemur að staðsetningu orkufreks iðnaðar og uppbyggingu ferðaþjónustu.
Með öflugri samstöðu um uppbygginu landshlutans þar sem styrkleikar einstakra héraða fá notið sín verður hægt að skapa forsendur fyrir öflugum vexti og bættum búsetuskilyrðum á svæðinu öllu þannig að yfirlýst markmið byggðastefnu stjórnvalda náist.”