Bæjarstjórn hvetur til sameiningar sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu
Á fundi bæjarstjórnar í gær var málefnaskrá samstarfsnefndar um sameiningu Skútustaðahrepps, Aðaldælahrepps,
Húsavíkurbæjar, Tjörneshrepps, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps til umræðu.
Á fundi bæjarstjórnar í gær var málefnaskrá samstarfsnefndar um sameiningu Skútustaðahrepps, Aðaldælahrepps,
Húsavíkurbæjar, Tjörneshrepps, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps til umræðu.
Eru allir bæjarfulltrúar samstíga í afstöðu sinni til sameiningarinnar og hvetja til þess að íbúarnir samþykki fyrirliggjandi
sameiningartillögu. Var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða: “Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar hvetur íbúa þeirra
sjö sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu sem gefst kostur á að kjósa um sameiningu þeirra þann 8. október n.k. til að
samþykkja fyrirliggjandi sameiningartillögu. Samþykkt tillögunnar yrðu skýr skilaboð til stjórnvalda og annarra aðila um samstöðu
íbúa héraðsins í atvinnumálum og yfirlýsing um trú á framtíðina og vaxandi veg öflugs mannlífs í
Þingeyjarsýslu. Með sameiningu þessara sveitarfélaga nú yrði rudd braut nýs öflugs sveitarfélags í sýslunni
allri.”