Fara í efni

Barnavernd í Þingeyjarsýslum árið 2007

Barnavernd í Þingeyjarsýslum - svipuð þróun og á öðrum stöðum á landinu Á árinu 2007 bárust Félagsmála- og barnaverndarnefnd Þingeyinga 110 barnaverndartilkynningar vegna 100 barna. Þetta er nokkur fjölgun frá fyrra ári þegar tilkynningar voru 68 talsins. Starfssvæði nefndarinnar nær yfir sveitarfélögin Langanesbyggð, Svalbarðshrepp, Norðurþing, Tjörneshrepp, Aðaldælahrepp, Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit.     

Barnavernd í Þingeyjarsýslum

- svipuð þróun og á öðrum stöðum á landinu

Á árinu 2007 bárust Félagsmála- og barnaverndarnefnd Þingeyinga 110 barnaverndartilkynningar vegna 100 barna. Þetta er nokkur fjölgun frá fyrra ári þegar tilkynningar voru 68 talsins. Starfssvæði nefndarinnar nær yfir sveitarfélögin Langanesbyggð, Svalbarðshrepp, Norðurþing, Tjörneshrepp, Aðaldælahrepp, Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit. 

 

 

Barnaverndartilkynningum er hægt að skipta í tvo megin flokka.  Annars vegar að aðbúnaði sé ábótavant vegna vanrækslu eða ofbeldis og hins vegar að um áhættuhegðun barns sé að ræða. Innihald 37 tilkynninga var vegna vanrækslu foreldra (t.d. 23 tilkynningar vegna vanrækslu varðandi umsjón og eftirlit og 13 vegna tilfinningarlegrar vanrækslu),  22 vegna ofbeldis á börnum (þar af 10 vegna kynferðislegs ofbeldis).  Innihald tilkynninga í 51 tilfelli var vegna áhættuhegðunar barna (t.d. 17 vegna þess að barn stefnir eigin heilsu og þroska í hættu og 14 vegna afbrots barns).

Ljóst er að talsverð aukning átti sér stað á þessum tíma í tilkynningum til barnaverndaryfirvalda í Þingeyjarsýslum eins og á öðrum svæðum landsins.

Hjálagt eru tvær myndir, annars vegar mynd sem sýnir þróun barnaverndartilkynninga árin 2001-2007 og hins vegar mynd sem sýnir ástæður barnaverndartilkynninga á árinu 2007.