Barnavernd Þingeyinga vekur athygli á eftirfarandi:
Leyfi vegna sumardvalar á einkaheimilum:
Þeir sem óska eftir að taka barn í sumardvöl skulu sækja um leyfi til barnaverndar í sínu heimilisumdæmi. Með sumardvöl er átt við dvöl á einkaheimili í allt að þrjá mánuði yfir sumartímann. Sumardvöl er að jafnaði ekki ætluð börnum yngri en 6 ára. Í umsókninni skal koma fram:
-
Nafn/nöfn umsækjenda og kennitala
-
Heimilisfang umsækjanda
-
Nöfn annarra heimilismanna
-
Upplýsingar um aðra starfsemi á heimili svo sem gistiþjónsutu eða atvinnurekstur
-
Upplýsignar um önnur leyfi eða verkefni fyrir barnaverndarnefndir
-
Aldur og fjöldi barna sem óskað er eftir að taka til dvalar
-
Tímabil sem óskað er að börnin dvelji á heimilinu
Leyfi vegna sumardvalar á einkaheimilum:
Þeir sem óska eftir að taka barn í sumardvöl skulu sækja um leyfi til barnaverndar í sínu heimilisumdæmi. Með sumardvöl er átt við dvöl á einkaheimili í allt að þrjá mánuði yfir sumartímann. Sumardvöl er að jafnaði ekki ætluð börnum yngri en 6 ára. Í umsókninni skal koma fram:
-
Nafn/nöfn umsækjenda og kennitala
-
Heimilisfang umsækjanda
-
Nöfn annarra heimilismanna
-
Upplýsingar um aðra starfsemi á heimili svo sem gistiþjónsutu eða atvinnurekstur
-
Upplýsignar um önnur leyfi eða verkefni fyrir barnaverndarnefndir
-
Aldur og fjöldi barna sem óskað er eftir að taka til dvalar
-
Tímabil sem óskað er að börnin dvelji á heimilinu
Leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda:
Þeir sem óska eftir að taka að sér hlutverk stuðningsfjölskyldu skulu sækja um leyfi til barnaverndarnefndar í sínu heimlisumdæmi. Stuðningsfjölskylda tekur á móti barni, eða í sumum tilvikum barni og foreldrum til að létta álagi af barni og fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum og styðja þá í uppeldishlutverkinu. Algengast er að barn dvelji hjá stuðningsfjölsku 1-2 helgar í mánuði en heimilt er að vista barn hjá stuðningsfjölskyldu í allt að sjö daga samfellt. Með umsókn skal fylgja:
-
Heilbrigðisvottorð umsækjenda
-
Samþykki allra heimilismanna 15 ára og eldri fyrir því að barnaverndarnefnd afli upplýsinga úr sakaskrá
-
Yfirlit yfir starfsferil umsækjanda, menntun og reynslu af starfi með börnum
-
Upplýsingar um önnur leyfi og verkefni fyrir barnaverndarnefndir
Starfsmenn Barnaverndar Þingeyinga eru Díana Jónsdóttir og Signý Valdimarsdóttir. Þær veita frekari upplýsingar og taka á móti umsóknum vegna leyfa frá barnavernd Þingeyinga
Barnavernd Þingeyinga er staðsett að Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík, Sími 464-6100, netföng: diana@nordurthing.is og signy@nordurthing.is
Ferkari upplýsingar má m.a. finna á vef Barnaverndarstofu www.bvs.is og í reglugerð nr. 652/2004 um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum barnaverndalaga nr. 80/2002.