\"Betri grunnur, bjartari framtíð\"
Unnið hefur verið að rannsóknar- og þróunarverkefninu "Betri grunnur, bjartari framtíð" á leikskólunum á Húsavík. Verkefnið fjallar um áhrif markvissrar hreyfiþjálfunar á unga aldri á þroska barna. Hér er um áhugavert og spennandi verkefni að ræða og niðurstöður þess sýna afar jákvæð áhrif markvissrar hreyfiþjálfunar á þroska barna.
Til að sem flestir geti notið afurða verkefnisins hafa kennsluáætlanir og leiðbeiningar um innleiðingu markvissrar hreyfiþjálfunar og kennslu í leikskólum verið teknar saman í handbók áhugasömum stendur til boða að kaupa. Handbókinni fylgir DVD diskur þar sem verkefnisstjórinn sýnir allar helstu hreyfingar og er handbókin gefin út á íslensku og ensku. Dr. Carola Frank Aðalbjörnsson er aðalrannsakandi og verkefnisstjóri en hún býður einnig uppá námskeið tengd verkefninu.
Þeir sem hafa áhuga á að eignast handbókina eða fá nánari upplýsingar geta sent póst á netfangið erla@nordurthing.is