Fara í efni

Bókasafnið á Húsavík - Afleysing forstöðumanns

Vegna fæðingarorlofs er auglýst eftir forstöðumanni að Bókasafninu á Húsavík til afleysinga  í 100% starf í allt að 2 ár  frá 1. september 2008. Um er að ræða fjölbreytt starf á nútímalegu safni. Við leitum að einstaklingi sem býr yfir skipulagshæfileikum, færni í mannlegum samskiptum og hefur reynslu af öflun og miðlun upplýsinga. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið námi í bókasafns - og upplýsingafræðum eða annarri háskólamenntun sem nýtist í starfi og hafi góða þekkingu á tölvum og möguleikum hugbúnaðar í safnaþjónustu.  

Vegna fæðingarorlofs er auglýst eftir forstöðumanni að Bókasafninu á Húsavík til afleysinga  í 100% starf í allt að 2 ár  frá 1. september 2008.

Um er að ræða fjölbreytt starf á nútímalegu safni.

Við leitum að einstaklingi sem býr yfir skipulagshæfileikum, færni í mannlegum samskiptum og hefur reynslu af öflun og miðlun upplýsinga. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið námi í bókasafns - og upplýsingafræðum eða annarri háskólamenntun sem nýtist í starfi og hafi góða þekkingu á tölvum og möguleikum hugbúnaðar í safnaþjónustu.

 

Á Húsavík búa  um 2300 manns, þar er öflugt félags- og menningarlíf og aðstæður til uppeldis barna ákjósanlegar. Í bænum er framhaldsskóli, grunnskóli, leikskóli, tónlistarskóli og öflug heilbrigðisstofnun (sjúkrahús og heilsugæsla) auk allrar almennrar þjónustu.

Launakjör eru samkvæmt samningum Launanefndar sveitarfélaga.

Upplýsingar um starfið veita Erla Sigurðardóttir, menningar- og fræðslufulltrúi í síma 464 6100, erla@nordurthing.is  og Eyrún Ýr Tryggvadóttir forstöðumaður bókasafnsins í síma 464 6166, bokasafn@nordurthing.is .

Skriflegum umsóknum skal skila til menningar- og fræðslufulltrúa Norðurþings; Ketilsbraut 7-9; 640 Húsavík. Umsóknarfrestur er til 2. júní  2008.

 

Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru.