Fara í efni

Bókun bæjarráðs varðandi Dvalarheimli aldraðra á Húsavík

Á fundi bæjarráðs í gær var fjallað um málefni Dvalaheimilisins aldraðra á Húsavík. Eftirfarandi var bókað á fundinum:

Á fundi bæjarráðs í gær var fjallað um málefni Dvalaheimilisins aldraðra á Húsavík. Eftirfarandi var bókað á fundinum:

Í erindi frá Félags- og tryggingarráðuneytinu dagsett 15. desember 2008 er það staðfest að ráðuneytið hafi unnið ítarlega þarfagreiningu fyrir hjúkrunarrými á landsvísu og var sú greining lögð til grundvallar við fjölgun hjúkrunarrýma.

Þar er staðfest þörf á fjölgun hjúkrunarrýma á því svæði sem Hvammur – heimili aldraðra hefur sinnt. 
Síðan þá eru liðin rúm tvö ár og þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um leiðréttingu mála m.t.t. þeirrar þjónustu sem Hvammur veitir var það fyrst nú sem hjúkrunarrýmum var fjölgað á kostnað dvalarrýma. Sveitarfélögin Norðurþing, Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit og Tjörneshreppur,  hafa á þessum tíma þurft að fjármagna þann aukakostnað sem til hefur fallið á þeim málaflokki sem ríkisvaldið ber ábyrgð á. Kostnaður vegna þessa nemur tugum milljóna króna. Krafa sveitarfélaganna um eðlilega og sanngjarna leiðréttingu hefur nú verið hafnað af ráðuneyti velferðarmála þrátt fyrir þá ábyrgð sem ráðuneytið hefur á málaflokknum.

Bæjarráð Norðurþings harmar þessa niðurstöðu sem er með öllu óásættanleg og því miður er ekki hægt að skilja afstöðu ráðuneytis velferðamála á annan hátt en að ríkisstjórnin sé ekki tilbúinn til að axla ábyrgð á viðurkenndri þörf.