Bókun bæjarstjórnar vegna tillagna til þingsályktunar um samgögnuáætlun
Bæjarstjórn Norðurþings lagði fram eftirfarandi bókun vegna afgreiðslu á tillögum til þingsályktunar um fjögurra og tólf ára samgönguáætlun, 392. mál og 393 mál sem tekið var fyrir á 34. fundi bæjarráðs.
"Fyrir bæjarstjórn Norðurþings liggja drög að samgönguáætlun til fjögurra ára (2012 – 2014)
Á undanförnum misserum hefur verið boðað til nýrra vinnubragða við gerð samgönguáætlunar og fjárfestingaráætlunar fyrir ríkissjóð. Hefur þess verið óskað að landshlutasamtök forgangsraði verkefnum sem þau telja að efli samkeppnisstöðu síns svæðis. Bæjarstjórn Norðurþings telur að þau vinnubrögð séu til mikilla framfara við gerð samgönguáætlunar og fjárfestingaráætlunar þjóðarinnar.
Eyþing, samtök sveitarfélaga við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslu sem saman standa af 13 sveitarfélögum, hafa sent ráðneyti innanríkismála sínar áherslur og forgangsröðun. Í þessu máli tala sveitarfélögin einum rómi. Eyþing lagði m.a. áherslu á að ríkisvaldið kæmi að framkvæmdum við uppbyggingu Húsavíkurhafnar og vegtengingar milli hafnar og iðnaðarsvæðis, sem er forsenda fyrir uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka. Að auki var lögð rík áhersla á, af hálfu Eyþings að Dettifossvegur yrði kláraður niður í Kelduhverfi, en gert er ráð fyrir að sú framkvæmd hefjist ekki fyrr en árið 2015. Bæjarstjórnin lýsir hinsvegar yfir vonbrigðum með að í nýrri fjögurra ára samgönguáætlun ríkissjóðs, sé ekki tekið tillit til áherslna Eyþings hvað þessi mikilvægu mál varðar."
Bókunin var samþykkt samhljóða.