Boranir Þeistareykjum
25.09.2007
Tilkynningar
Boranir ganga vel á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum og eru fjögur borverk á fjórum mismunandi stöðum í gangi
þessa dagana. Samtals starfa um 50 manns við þessar boranir og má því segja að mikið sé um að vera við undirbúning aflvers á
Húsavík. Fulltrúar Alcoa eru nú staddir á Húsavík á einum af mörgum samráðsfundum sem haldnir eru vegna undirbúnings
aflvers á Húsavík.
Boranir ganga vel á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum og eru fjögur borverk á fjórum mismunandi stöðum í gangi þessa dagana. Samtals starfa um 50 manns við þessar boranir og má því segja að mikið sé um að vera við undirbúning aflvers á Húsavík. Fulltrúar Alcoa eru nú staddir á Húsavík á einum af mörgum samráðsfundum sem haldnir eru vegna undirbúnings aflvers á Húsavík.
Af öðrum stóriðjuframkvæmdum er það helst að frétta að miklar borframkvæmdir standa nú yfir á Hellisheiði og mun sú orka sem finnst ætluð Grundartanga 2008. Ekki eru hafnar boranir vegna annara álversframkvæmda á SV horni landsins ef frá eru taldar þrjár rannsóknaholur við Hverahlíð á Hellisheiði, sem eru ætlaðar fyrir framtíðarstóriðju á SV horni landsins.