Borgarhólsskóli sigraði
29.11.2006
Tilkynningar
Framhaldsskólinn á Húsavík stóð fyrir fyrstu spurningakeppni grunnskólanna í Suður Þingeyjarsýslu s.l. föstudag.
Borgarhólsskóli sendi tvö blönduð lið nemenda úr 8., 9. og 10. bekk. Lið A var skipað þeim Brynjari úr 8. bekk, Anítu úr 9.
bekk og Sigga Hreiðars. úr 10. bekk. Lið B var skipað þeim Hlöðveri úr 8. bekk, Davíð Helga úr 9. bekk og Ármanni úr 10. bekk.
Liðin drógust hvort gegn öðru í fyrstu umferð og bar lið B sigur úr býtum og lið A var því úr leik. Lið B sigraði
næst lið Öxarfjarðarskóla og var þar með komið í úrslit keppninnar. Þar mættu Húsvíkingarnir Mývetningum og
höfðu betur, 16-14. Hlaut skólinn að launum veglegan farandbikar auk þess sem keppendur fengu að gjöf nýja útgáfu Trivial Pursuit
spurningaspilsins.
J.H.
Framhaldsskólinn á Húsavík stóð fyrir fyrstu spurningakeppni grunnskólanna í Suður Þingeyjarsýslu s.l. föstudag. Borgarhólsskóli sendi tvö blönduð lið nemenda úr 8., 9. og 10. bekk. Lið A var skipað þeim Brynjari úr 8. bekk, Anítu úr 9. bekk og Sigga Hreiðars. úr 10. bekk. Lið B var skipað þeim Hlöðveri úr 8. bekk, Davíð Helga úr 9. bekk og Ármanni úr 10. bekk. Liðin drógust hvort gegn öðru í fyrstu umferð og bar lið B sigur úr býtum og lið A var því úr leik. Lið B sigraði næst lið Öxarfjarðarskóla og var þar með komið í úrslit keppninnar. Þar mættu Húsvíkingarnir Mývetningum og höfðu betur, 16-14. Hlaut skólinn að launum veglegan farandbikar auk þess sem keppendur fengu að gjöf nýja útgáfu Trivial Pursuit spurningaspilsins.
J.H.