Fara í efni

Borgin frístund fær gjöf frá Sóroptimistaklúbbi Húsavíkur

Þann 24. febrúar komu fulltrúar frá Sóroptimistaklúbbi Húsavíkur og nágrennis, þær Harpa Hólmgrímsdóttir og Guðný María Waage, og afhentu Borginni frístund og skammtímadvöl ágóðann af sölu kærleikskúlunnar sem seld var á aðventu 2021. Sigrún Björg Steinþórsdóttir forstöðumaður tók við gjöfinni fyrir hönd Borgarinnar. Starfsmenn Borgarinnar þakkar Soroptimistaklúbbnum kærlega fyrir frábæran stuðning við starfið.

Borgin er frístundarstarf og skammtímadvöl á Húsavík sem er fyrir börn og ungmenni á aldrinum 10-18 ára sem hafa fjölþættar stuðningsþarfir. Boðið er upp á fjölbreytt skapandi starf og útiveru sem er unnin í samvinnu við börnin, eftir óskum og áhugasviðum þeirra. Lögð er áhersla á að skapa gleðilegt og nærandi umhverfi þar sem hæfileikar og styrkleikar ungmennanna fá að njóta sín.
Hægt er að lesa meira um starfsemina hér