Fara í efni

Borgin - Vetrarstarf

Borgin er frístundarstarf og skammtímadvöl á Húsavík sem er fyrir börn á aldrinum 10-18 ára sem hafa fjölþættar stuðningsþarfir. Boðið er upp á fjölbreytt skapandi starf og útiveru sem er unnin í samvinnu við börnin, eftir óskum, áhugasviðum og eftir getu hvers og eins. 

Nú er hægt að sækja um í vetrarfrístund í Borginni 

Markmið starfsins er:

  • Að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu
  • Bæta heilsu og vellíðan þátttakenda í gegnum leik og starf
  • Efla félagsfærni, eignast vini og æfa góð samskipti
  • Kynnast mismunandi tómstundum, taka þátt í því sem er í boði í umhverfinu, list og umhverfisvitund
  • Efla sjálfsmynd, finna og rækta hæfileika sína
  • Efla sjálfstraust og sjálfstæði, vera við stjórn í eigin lífi og finna að maður getur haft áhrif á umhverfið sitt (valdefling)
  • Styrkja heilsusamlega rútínu og vana

Opnunartími:
Frístund fylgir skólastarfinu í Borgarhólsskóla og Framhaldsskólann á Húsavík
Vetraropnun: frá 19. ágúst til 6. júní: frá kl. 12 til 16, einnig er opið frá kl. 8 -16 á starfs- og skipulagsdögum skólana. 

Skammtímadvöl er í boði tvær helgar í mánuði, frá kl. 16:00 á föstudegi til 8:00 á mánudagsmorgun, og frá 16-19 á virkum dögum. 

Hér má skrá sig í Borgin Frístund

Hér má skrá sig í Borgin - skammtímadvöl

Allar nánari upplýsingar gefur Iris Myriam Waitz (irisw@nordurthing.is)