Bréf frá bæjarstjóranum í Qeqertarsuaq
Síðan við tókum ákvörðun um vinabæjarheimsókn til ykkar var efst i huga tilhlökkun og spenningur um framtíðar samstarfsverkefni,
sem gætu sprottið úr heimsókninni.
Við heimsóttum Húsavík með þau markmið – að hætti vina – að kanna hvernig við getum starfað betur saman í
framtíðinni til gagns og gamans fyrir íbúa bæja okkar.
Kæru íbúar Húsavíkurbæjar, vinabæ Qeqertarsuaq, bæjarstjóri, bæjarstjórn og embættisfólk.
Síðan við tókum ákvörðun um vinabæjarheimsókn til ykkar var efst i huga tilhlökkun og spenningur um framtíðar samstarfsverkefni,
sem gætu sprottið úr heimsókninni.
Einnig kom mér til hugar þau tæp 500 ár sem íslenskir víkingar bjuggu í landi okkar Grænlandi.
Það er synd að við vitum ekki mikið um samskipti forfeðra okkar, ínúíta og víkinga, á þeim tíma – en þökk
sé handritunum um “Grænlendingasögu” að við vitum um Eirík Rauða sem var kannski fyrstur í heiminum til að færa sér í
nyt nútíma markaðssetningu um græna landið góða, sem hann nam, og fyrstur til að skapa þau tengsl sem við búum að í dag.
Forfeður okkar bjuggu við mjög ólíka menningarheima, það held ég geti fullyrt, en eitt er víst að þarna hafi skapast andleg tengsl –
og þetta getum við eflt til muna í dag með því að færa okkur í nyt nútímatæknina og skapa meiri verslun og samskipti landa okkar
á milli.
Við heimsóttum Húsavík með þau markmið – að hætti vina – að kanna hvernig við getum starfað betur saman í framtíðinni til gagns og gamans fyrir íbúa bæja okkar.
Qeqertarsuaq (eyjan Disko) er staðsett aðeins norðan fyrir miðju Grænlands á vesturströndinni. Eyjan hefur algjöra sérstöðu á marga vegu hvað varðar blóm, jökulinn, vatnslindir, heita hveri, basaltgrjót með járnsteinum (Disko járn) og margt fleira, þar sem eyjan er gamalt eldfjallasvæði. Það á einnig við fiskinn í kringum eyna og skelfisk og sjávardýrin.
Við vitum að íslenska þjóðin hefur náð langt á sviði menningar, verslunar og tæknimála á undraverðan og
aðdáunarverðan hátt á 1000 árum og er í dag í stakk búin til að vera meðal fremstu þjóða í heimi.
Hvernig getum við nýtt okkur þetta bæjarfélögum okkar beggja til framdráttar? Vonandi getum við svarað þessari spurningu saman eftir
heimsókn okkar, við erum með lykil beggja bæja í hendi okkar. Með þetta fyrir augum komum við í heimsókn til vinabæjarins.
Innilegar þakkir fyrir frábærar móttökur.
Lars Karl Jensen
Borgmester/Bæjarstjóri Qeqertarsuaq