Fara í efni

Brennið þið vitar-opnun sunnudaginn 17. maí

      Sunnudaginn 17 maí kl. 15 opnar sýningin „Brennið þið vitar!“  í Kópaskersvita.   Ásdís Sif Gunnarsdóttir er listamaður Kópaskersvita en Ásdís fæst við myndbanda og gjörningalist þar sem hún bregður sér í ólík hlutverk dulspárra vera.           

Sunnudaginn 17 maí kl. 15 opnar sýningin „Brennið þið vitar!“  í Kópaskersvita.

 

Ásdís Sif Gunnarsdóttir er listamaður Kópaskersvita en Ásdís fæst við myndbanda og gjörningalist þar sem hún bregður sér í ólík hlutverk dulspárra vera.  

 

 

Með hjálp nýjustu tækni endurvekur hún fornar goðsagnir og ræður áhorfendum heilt, sem dæmi hefur hún nýtt sér veraldarvefinn til þess að miðla boðskap sínum persónulega til fólks.  Frekari upplýsingar um Ásdísi má finna á heimasíðu hennar: www.asdissifgunnarsdottir.com

 

Sýningin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Menningarráðs Eyþings og Vitastígs á Norðausturlandi.

  

Sama dag hefur Ingunn St. Svavarsdóttir opna sýninguna „Verk í vinnslu“ í Fagurlistasmiðjunni Bragganum við Öxarfjörð  upplagt er að kíkja við hjá henni í leiðinni.