Fara í efni

Brennum aflýst í Norðurþingi

Í ljósi hertra samkomutakmarkanna verður ekki hægt að halda fyrirhugaðar brennur í Norðurþingi og því er þeim aflýst.

Flugeldasýningar munu fara fram enda ekki þörf á að fólk safnist safnist saman til að njóta þeirra.

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi mun standa fyrir flugeldasýningu á Húsavík á Gamlársdag kl. 17:30, skotið verður upp frá brennustæði við suðurfyllingu við höfnina.

Björgunarsveitin Núpar mun standa fyrir flugeldasýningu á Kópaskeri á Gamlársdag kl. 20:30

Auk þess verður flugeldasýning á Húsavík á þrettándanum klukkan 18:00

Við vonum að allir njóti hátíðanna sem nú ganga í garð. Á sama tíma biðjum við íbúa og aðra að fara varlega og virða þær sóttvarnarreglur sem nú gilda.