Breyting á A deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní 2017
24.05.2017
Tilkynningar
Breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní
Breytingar verða á réttindaöflun sjóðfélaga í A deild Brúar lífeyrissjóðs frá og með 1. júní næst komandi. Breytingarnar hafa mismunandi áhrif á sjóðfélaga og eru þær gerðar vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hefur sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Eftirfarandi breytingar verða eftir 1. júní 2017:
- Réttindaávinnsla A deildar er breytt úr jafnri réttindaávinnslu yfir í aldurstengda réttindaávinnslu.
- Lífeyrisaldur samræmdur við almennan vinnumarkað og verður 67 ár.
- A deild er viðhaldið en þeir sem greiða áfram iðgjald til sjóðsins fara yfir í aldurstengda réttindaávinnslu en mismunur á réttindum í jafnri og aldurstengdri ávinnslu er mætt með sérstöku framlagi, lífeyrisauka, sem launagreiðendur greiða inn til sjóðsins.
- Auk framlags í lífeyrisaukasjóð greiða launagreiðendur framlag í jafnvægissjóð sem er nýttur til að koma áfallinni stöðu A deildar í jafnvægi þann 31.maí 2017
- Nýir sjóðfélagar frá 1. júní 2017 fara í aldurstengda réttindaávinnslu.
- Launagreiðendur greiða einnig til sjóðsins framlag í varúðarsjóð.
- Mótframlag launagreiðanda lækkar úr 12% í 11,5% þann 1. júní 2017.
- Réttindi þeirra sem byrjaðir eru á lífeyri þann 31. maí 2017 og þeirra sem verða 60 ára á sama tíma verða ekki skert eða aukin þó svo til skerðingar eða réttindaaukningar komi hjá öðrum sjóðfélögum. Launagreiðendur gera sérstaklega upp fjárhagsleg áhrif vegna þessara sjóðfélaga við sjóðinn.