Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna vindorkuvers á Hólaheiði
07.12.2020
Tilkynningar
Kynning skipulags-og matslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna vindorkuvers á Hólaheiði.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 1. desember 2020 að kynna meðfylgjandi skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar vindorkuvers á Hólaheiði.
Fyrirhugað er að breyta landnotkun á Hólaheiði á Melrakkasléttu þar sem gert verður ráð fyrir vindorkuveri og felur breytingin í megindráttum í sér að landbúnaðarlandi verður breytt í iðnaðarsvæði til orkunýtingar þar sem landbúnaður verður einnig heimill.
Skipulags- og matslýsing þessi verður til sýnis á skrifstofum Norðurþings á Húsavík og Kópaskeri frá 7. desember 2020 til og með fimmtudagsins 7. janúar 2021. Gögnin má einnig nálgast á hér á vef Norðurþings. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 7. janúar 2021. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is eða sigurdis@nordurthing.is
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi