Fara í efni

Breyting á fyrirkomulagi varðandi umsækjendur um alþjóðlega vernd

Félagsþjónusta Norðurþings vill vekja athygli á breyttu fyrirkomulagi hjá sveitarfélaginu skv. tilmælum Útlendingastofnunar varðandi umsækjendur um alþjóðlega vernd sem ekki hafa fengið útgefið dvalarleyfi.

Einstaklingar sem sækja um alþjóðlega vernd og búsettir eru á þjónustusvæði félagsþjónustu Norðurþings skulu nú snúa sér til félagsþjónustu Norðurþings til þess að fá afhend gögn frá Útlendingastofnun.

Breyting á fyrirkomulagi er gerð með það að markmiði að tryggja umsækjendum skilvirka þjónustu og á einungis við um þá sem sótt hafa um vernd en ekki fengið útgefið dvalarleyfi.

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við skrifstofu Stjórnsýsluhúss Norðurþings í síma 464-6100 eða á netfangið nordurthing@nordurthing.is.