Fara í efni

Breyting á gjaldtöku á sundstöðum í Norðurþingi

FRÍTT Í SUND FYRIR 16 ÁRA OG YNGRI.  Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Norðurþings 20. júní 2006 og samþykkt fjölskyldu- og þjónusturáðs Norðurþings 03.júlí 2006 er frítt í sund fyrir íbúa sveitarfélagsins 16 ára og yngri á sundstöðum sem sveitarfélagið rekur, þ.e. sundlaugunum á Húsavík og Raufarhöfn.

FRÍTT Í SUND FYRIR 16 ÁRA OG YNGRI. 

Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Norðurþings 20. júní 2006 og samþykkt fjölskyldu- og þjónusturáðs Norðurþings 03.júlí 2006 er frítt í sund fyrir íbúa sveitarfélagsins 16 ára og yngri á sundstöðum sem sveitarfélagið rekur, þ.e. sundlaugunum á Húsavík og Raufarhöfn.

Þessi breyting tekur gildi frá og með 5. júlí 2006. Þeir einstaklingar sem eiga mánaðarkort og árskort fyrir 16 ára og yngri fá þau endurgreidd hlutfallslega miðað við gildistíma frá sama tíma. Kvittun er gefin út í viðkomandi sundlaug sem framvísist á skrifstofum sveitarfélagsins. 

Húsavík 27. júní 2006

Erla Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og þjónustusviðs.