Fara í efni

Breytingar hjá Félagsþjónustunni

Erla Alfreðsdóttir hefur verið ráðin í starf deildarstjóra um málefni fatlaðra.  Hún hefur leyst Sigríði Guðjónsdóttir af sem deildarstjóri um málefni fatlaðra undanfarna mánuði á meðan Sigríður var í námsleyfi en Sigríður hefur nú sagt upp störfum. 

Erla Alfreðsdóttir hefur verið ráðin í starf deildarstjóra um málefni fatlaðra.  Hún hefur leyst Sigríði Guðjónsdóttir af sem deildarstjóri um málefni fatlaðra undanfarna mánuði á meðan Sigríður var í námsleyfi en Sigríður hefur nú sagt upp störfum. 

Erla er iðjuþjálfi að mennt og starfaði áður sem forstöðumaður geðræktarmiðstöðvarinnar Setursins.  Erla hefur auk þess fjölþætta starfsreynslu.  Ánægja hefur verið með störf Erlu í afleysingarstöðunni, meðal forstöðumanna heimila og stofnana sem heyra undir fötlunarmál hjá Félagsþjónustu Norðurþings.