Fara í efni

Breytingar í sveitarstjorn Norðurþings

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Norðurþings baðst Tryggvi Jóhannsson, fulltrúi samfylkingar, lausnar frá störfum sem fulltrúi í sveitarstjórn svo og þeim nefndum sem hann hefur verið fulltrúi í. Í hans stað tekur sæti Kristbjörg Sigurðardóttir verslunarstjóri á Kópaskeri. Tryggvi hefur tekið við starfi framkvæmda- og þjónustufulltrúa hjá Norðurþingi og er hann starfsmaður Framkvæmda- og þjónustunefndar. Tryggvi hefur unnið sem kjörinn fulltrúi fyrir sveitarfélögin, Húsavíkurkaupstað, Húsavíkurbæ og nú síðast Norðurþing frá árinu 1994 og þakkaði sveitarstjórn honum vel unnin störf. Kristbjörg Sigurðardóttir var boðin velkomin til starfa.

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Norðurþings baðst Tryggvi Jóhannsson, fulltrúi samfylkingar, lausnar frá störfum sem fulltrúi í sveitarstjórn svo og þeim nefndum sem hann hefur verið fulltrúi í. Í hans stað tekur sæti Kristbjörg Sigurðardóttir verslunarstjóri á Kópaskeri.

Tryggvi hefur tekið við starfi framkvæmda- og þjónustufulltrúa hjá Norðurþingi og er hann starfsmaður Framkvæmda- og þjónustunefndar.

Tryggvi hefur unnið sem kjörinn fulltrúi fyrir sveitarfélögin, Húsavíkurkaupstað, Húsavíkurbæ og nú síðast Norðurþing frá árinu 1994 og þakkaði sveitarstjórn honum vel unnin störf. Kristbjörg Sigurðardóttir var boðin velkomin til starfa.