Fara í efni

Bundið slitlag frá Húsavík til Kópaskers

Í tilefni þeirra tímamóta að bundið slitlag hefur verið lagt til Kópaskers býður sveitarfélagið Norðurþing íbúum svæðisins ásamt verktökum að koma saman næstkomandi laugardag þann 20. október. Stutt athöfn hefst við Brekkuhamarinn klukkan 14:00.

Í tilefni þeirra tímamóta að bundið slitlag hefur verið lagt til Kópaskers býður sveitarfélagið Norðurþing íbúum svæðisins ásamt verktökum að koma saman næstkomandi laugardag þann 20. október. Stutt athöfn hefst við Brekkuhamarinn klukkan 14:00.

Þar mun Bergur Elísas Ágústsson sveitarstjóri segja nokkur orð og séra Jón Ármann Gíslason blessa veginn vegfarendum til heilla í framtíðinni. Einnig er von er á flokki vélhjólamanna frá Náttfara á mótorfákum sínum eftir veginum um þetta leyti. Að athöfninni lokinni verður boðið upp á kaffi í Pakkhúsinu á Kópaskeri.