Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

Á fundi byggðarráðs Norðurþings í gær, 2. nóvember, óskaði Tryggvi Jóhannsson eftir að rætt yrði um  hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustu og var niðurstaða umræðnanna eftirfarandi:

Á fundi byggðarráðs Norðurþings í gær, 2. nóvember, óskaði Tryggvi Jóhannsson eftir að rætt yrði um  hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustu og var niðurstaða umræðnanna eftirfarandi:

Byggðarráð Norðurþings fagnar þeirri myndarlegu uppbyggingu sem orðið hefur í ferðaþjónustu á Húsavík undanfarin ár.
 
Grundvöllur þessarar uppbyggingar er hvalaskoðun, sem hefur verið helsti vaxtarbroddur ferðaþjónustu í landinu og tugir þúsunda ferðamanna sækja í á hverju ári. Þessi nýsköpun hefur risið hæst á Húsavík þar sem framsýnt fólk hefur skapað umhverfi fyrir ferðamenn sem er til fyrirmyndar. 
 
Byggðarráð Norðurþings telur hvalveiðar andstæðar hagsmunum ferðaþjónustu, sem byggjast á hvalaskoðun, og að þær setji í hættu margra ára uppbyggingarstarf og harmar því ákvörðun sjávarútvegsráðherra um veiðarnar.
 
Þótt Byggðarráðið dragi ekki í efa rétt okkar Íslendinga til þess að stunda hvalveiðar vekur það athygli á að við höfum líka rétt til að stunda þær ekki.