Fara í efni

COVID-19 Tímabundnar breytingar á opnunartíma Stjórnsýsluhússins á Húsavík.

Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 mun stjórnsýsluhúsið á Húsavík verða opið frá 09:00-12:00 fyrir almenna móttöku
Umgangur um húsið verður þó lágmarkaður, bæði af gestum og starfsfólki.
Við munum ekki hleypa utanaðkomandi inn í húsið nema í algjörum unantekningartilfellum en hægt verður að koma  í móttökuna ef þess þarf.  Starfsfólk mun eftir aðstæðum vinna sem mest heima fyrir, mismunandi þó eftir sviðum.
 
Viljum við biðja þá sem eiga erindi við okkur að hringja fyrst í síma 464 6100 og/eða senda tölvupóst á viðkomandi starfsmann (sjá netfangalista starfsfólks) og reyna að afgreiða erindi með þeim hætti áður en kemur til þess að mæta til okkar í afgreiðsluna.
Frá 09:00 - 12:15 og 12:45 til 16:00 verður síminn 464 - 6100 opinn og hægt að senda tölvupóst á netfangið nordurthing@nordurthing.is
Þetta er gert til að lágmarka smithættu starfsfólks, þjónustuþega og skjólstæðinga og höfðum við til samfélagslegrar ábyrgðar hvers og eins í þeirri stöðu sem komin er upp í samfélaginu.

----