COVID-19: Breyting á fyrirkomulagi á sorphirðu á Húsavík, Reykjahverfi og Tjörnesi
Kæru íbúar Norðurþings á Húsavík, Reykjahverfi og Tjörnesi.
Í kjölfar ráðlegginga sóttvarnalæknis og Vinnueftirlitsins, hefur Umhverfisstofnun beint þeim tilmælum til rekstraraðila sorphirðu þar sem lífrænum úrgangi er safnað í sérstaka tunnu sem höfð er í annarri tunnu, þ.e. “tunnu í tunnu”, að því verklagi verði hætt meðan ástand vegna COVID-19 varir. Markmiðið er að minnka smithættu fyrir sorphirðustarfsmenn.
Þeim tilmælum er því beint til íbúa á Húsavík að lífrænu sorpi verði fargað með almennu sorpi á meðan ástandið varir. Jafnframt er ítrekað að sorphirðu verður ekki sinnt í þeim tilfellum þar sem tunnur eru yfirfylltar þannig að ekki er hægt að loka þeim eða ef rusli er staflað utan við og í kringum tunnur.
Starfsmenn sorphirðu munu fjarlægja lífræna tunnu í næstu viku þegar sorphirðing á sér stað.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings
Frekari upplýsingar um fyrirkomulag á sorphirðu á vegum Íslenska gámafélagsins má finna hér á vef þeirra