Fara í efni

Dagur gegn einelti 8. nóvember 2013

Ágætu íbúar  í Norðurþingi! Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu.  Birtingarmyndir eineltis eru margar og margvíslegar, ein þeirra er sú orðræða sem við eigum okkar á milli og um hvort annað.

Heiðarleg og hreinskiptin skoðanaskipti  og rökræður um málefni eru af hinu góða og merki um heilbrigt samfélag. Því miður leita umræður oft frá rökum og málefnum til sleggjudóma og neikvæðrar orðræðu um þá sem ekki eru sömu skoðunar og við, jafnvel án þess að hugur fylgi endilega máli.  Áður en varir vindur umræðan uppá sig, það verður siður að tala um ákveðna aðila á niðrandi hátt og inna skamms hefur það sem upphaflega var sagt í hugsunarleysi eða hita leiksins þróast út í einelti og niðurlægingu.  Okkur fullorðna fólkinu vill gleymast að við erum fyrirmyndir barnanna og að okkar umræða speglist í umræðu og framkomu barnanna okkar. Við, hvert og eitt okkar höfum áhrif á þann brag sem ríkir í samfélaginu okkar og ber að varast að sá í það meinum með ógætilegri orðræðu. Notum daginn í dag sem hvatningu til okkar allra um að vanda orðræðu okkar, sýna mönnum virðingu og skilja á milli umræðu um einstaklinga og málefni.  Sá sem niðurlægir aðra og beitir einelti særir oft ekki síst sjálfan sig.

Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndis strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.

Látum þetta erindi úr Einræðum Starkaðar efti r Einar Benediktsson vera okkur áminning um að sýna samborgurum okkar þá virðingu sem við viljum sjálf að okkur sé sýnd. 

Sýnum hug okkar í verki og skrifum undir þjóðarsáttmála um einelti á heimasíðu verkefnisins Í þínum sporum  http://www.gegneinelti.is/