Fara í efni

Dagur leikskólans er í dag

Á Degi leikskólans síðastliðin tvö ár hefur viðurkenningin Orðsporið verið veitt þeim sem þótt hafa skarað fram úr í að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og unnið ötullega í þágu leikskóla og/eða leikskólabarna.
Árið 2013 var Orðsporið veitt Súðavíkurhreppi , Kristínu Dýrfjörð og Margréti Pálu Ólafsdóttur.
Árið 2014 fengu aðstandendur þróunarverkefnisins „Okkar mál" Orðsporið.
 
Ákveðið hefur verið að Orðsporið 2015 verði veitt þeim rekstraraðila/sveitarfélagi sem þykir hafa skarað fram úr við að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla og/eða fjölga leikskólakennurum í sínum leikskóla/leikskólum. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar vegna Orðsporsins 2015 á heimasíðu Kennarasambands Íslands http://www.ki.is/eplafrettir/2265-dagur-leikskolans-2014-og-ordsporid og skulu tilnefningar berast eigi síðar en 12. janúar 2015.
 
Valnefnd verður skipuð fulltrúum samstarfsaðila um Dag leikskólans. Niðurstöður valnefndar byggjast á greinargerðum og rökstuðningi. Í tilnefningu þarf að koma fram hvað rekstraraðili og/eða sveitarfélag hefur gert til að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla og/eða fjölga leikskólakennurum í sínum leikskóla/leikskólum. Í tilnefningunni þarf að koma fram mat á árangri og rökstuðningur fyrir því af hverju viðkomandi á skilið að hljóta Orðsporið 2015. Ekki er tekið á móti viðbótargögnum og því verða allar upplýsingar að koma fram í tilnefningunni.