Fara í efni

Deiliskipulag fyrir Garðarsbraut 44-48 á Húsavík í Norðurþingi

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum 23. janúar 2024 að kynna skipulagslýsingu í samræmi við 1. mgr. 40. og 41. greina skipulagslaga nr. 123/2010 vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir lóðirnar að Garðarsbraut 44-48 á Húsavík.

Markmið skipulagsins er að skilgreina lóðir við Garðarsbraut 44 og 48 ásamt nýrri lóð fyrir dreifistöð Rariks. Mörk deiliskipulagsins er Stangarbakki að vestan, Uppsalavegur að norðan, Garðarsbraut að austan og lóðarmörk við Garðarsbraut 50 að sunnan. Ekki er fyrirhugað að deiliskipuleggja allt svæði V2/A4 að sinni. Deiliskipulagssvæðið er 0,7 ha. að stærð.

Skipulagslýsing þessi er nú til kynningar á skipulagsgatt.is, nordurthing.is auk þess sem að hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Kynningartími lýsingarinnar er frá 1.febrúar 2024 til og með 29. febrúar 2024. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 29. febrúar 2024 í gegnum skipulagsgatt.is, í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is, eða skriflega til skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík.

Hér má sjá tillögu að deiliskipulagi fyrir Garðarsbraut 44-48

Hér má koma athugasemdum á framfæri í gegnum skipulagsgátt.

 

 

Húsavík 23. janúar 2024

Skipulagsfulltrúi Norðurþings