Fara í efni

Dögg Káradóttir tekur við starfi félagsmálastjóra Norðurþings

Dögg Káradóttir lauk prófi í félagsráðgjöf frá Háskólanum í Gautaborg 1985 og viðskipta- og rekstrarnámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands 1997.

Dögg Káradóttir lauk prófi í félagsráðgjöf frá Háskólanum í Gautaborg 1985 og viðskipta- og rekstrarnámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands 1997.


Dögg hefur langa  starfsreynslu á sviði félagsráðgjafar  m.a. sem deildarsérfræðingur í Félagsmálaráðuneytinu, framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna, forstöðumaður hjá Tryggingastofnun ríkisins, framkvæmdastjórn Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa, félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg o.fl.

Dögg er alin upp á Húsavík og bjó hér á árunum 1960 til 1971. Dögg mun hefja störf um miðjan ágúst.

Við bjóðum Dögg hjartanlega velkomin til starfa.

Bergur Elías Ágústsson
Bæjarstjóri Norðurþings