Drög að frumvarpi til náttúruverndarlaga
17.09.2012
Tilkynningar
Fyrir bæjarráði liggja drög að heildstæðu frumvarpi til náttúruverndarlaga frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti til
umsagnar. Í meðfylgjandi drögum sem telja um 107 blaðsíður fylgja athugasemdir við lagafrumvarpið.
Bæjarráð óskar eftir athugasemdum frá íbúum, landeigendum, félagasamtökum og/eða hagsmunasamtökum áður en umsögn sveitarfélagsins verður send ráðuneytinu.
Hægt er að skila athugasemdum skriflega inn á bæjarskrifstofur Norðurþings eða senda tölvupóst á netfangið nordurthing@nordurthing.is merkt "Athugasemdir við frumvarp".
Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að lesa drögin að frumvarpinu.
Drög að heildstæðu frumvarpi til náttúruverndarlaga frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti