Fara í efni

Drög að meginforsendum og framtíðarsýn aðalskipulags fyrir Norðurþing

Aðalskipulag fyrir Norðurþing er í vinnslu undir umsjón skipulags- og byggingarnefndar og liggur nú fyrir áfangaskýrsla 1 sem inniheldur drög að meginforsendum og framtíðarsýn aðalskipulagsins. Drögin eru birt hér til kynningar fyrir almenningi. Í skýrslunni er fjallað um þær forsendur sem liggja til grundvallar skipulagsvinnunni og sett fram drög að framtíðarsýn og meginmarkmiðum ásamt því að skilgreina hvaða málaflokka og viðfangsefni aðalskipulagið muni fjalla um. Skýrslan sýnir einnig uppbyggingu aðalskipulagsins.

Aðalskipulag fyrir Norðurþing er í vinnslu undir umsjón skipulags- og byggingarnefndar og liggur nú fyrir áfangaskýrsla 1 sem inniheldur drög að meginforsendum og framtíðarsýn aðalskipulagsins. Drögin eru birt hér til kynningar fyrir almenningi.

Í skýrslunni er fjallað um þær forsendur sem liggja til grundvallar skipulagsvinnunni og sett fram drög að framtíðarsýn og meginmarkmiðum ásamt því að skilgreina hvaða málaflokka og viðfangsefni aðalskipulagið muni fjalla um. Skýrslan sýnir einnig uppbyggingu aðalskipulagsins.

Skýrslan var til umfjöllunar hjá nefndum Norðurþings í nóvember og desember 2008 og voru nokkrar lagfæringar gerðar í kjölfarið.

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geta sent athugasemdir og ábendingar varðandi efni skýrslunnar til Matthildar Kr. Elmarsdóttir, Alta, Ármúla 32, 108 Reykjavík eða til matthildur@alta.is fyrir miðjan mars 2009. Sérstaklega er óskað eftir ábendingum og hugmyndum varðandi þær spurningar sem settar eru fram með skáletruðum texta í skýrslunni og eru til úrvinnslu í skipulagsvinnunni sem framundan er.

 

Áfangaskýrsla 1 - Meginforsendur og framtíðarsýn (drög)

Nánar um aðalskipulagsvinnuna