Fara í efni

Einsöngstónleikar í Húsavíkurkirkju

Alexandra Chernyshova, sópransöngkona heldur einsöngstónleika á Húsavík og Akureyri helgina 27. og 28. september. Efnisskrá tónleikanna eru rómantísk lög eftir rússneska tónskáldið Sergei Rachmaninov. Alexandra er búsett í Skagafirði, stofnaði Óperu Skagafjarðar sem setti upp La Traviata á síðasta ári. Alexandra er að taka upp geisladisk um þessar mundir með lögum eftir S.Rachmaninov. Tilefni þessar tónleika er að kynna væntanlega útgáfu geisladisksins.

Alexandra Chernyshova, sópransöngkona heldur einsöngstónleika á Húsavík og Akureyri helgina 27. og 28. september. Efnisskrá tónleikanna eru rómantísk lög eftir rússneska tónskáldið Sergei Rachmaninov. Alexandra er búsett í Skagafirði, stofnaði Óperu Skagafjarðar sem setti upp La Traviata á síðasta ári. Alexandra er að taka upp geisladisk um þessar mundir með lögum eftir S.Rachmaninov. Tilefni þessar tónleika er að kynna væntanlega útgáfu geisladisksins.

Tónleikarnir verða sem hér segir:

Húsavíkurkirkja, laugardaginn 27. sept. kl. 17:00

Ketilshús/Akureyri, sunnudaginn 28. sept. kl. 16:00

Píanóleikari: Elína Ekonomova

Miðaverð kr. 1500

 

Alexandra er fædd í Kiev, Úkraínu árið 1979. Hún lauk tónlistarskóla,  píanónámi, árið 1993. Þaðan fór hún í söngnám í tónlistarháskólanum Glier í Kíev, því námi lauk árið 1998. Frá árinu 1998 til 2000 söng hún sem einsöngvari með Úkraínsku sinfóníuhljómsveitinni í útvarpi í Kiev. Í apríl, árið 2002, var Alexandra valin besta nýja óperuröddin í keppninni "Nýtt nafn í Úkraínu". Síðar það ár tók hún þátt í alþjóðlegri keppni óperusöngvara í Grikklandi, Rhodes og hafnaði þar í fjórða sæti, yngst keppenda. Frá árinu 1999 til 2003 stundaði Alexandra söngnám í söng akademíunni Nezdanova, Odessu / Úkraínu, kennari hennar þar og um leið yfirkennari söngdeildar var prófessor Galina Polivanova. Á þessum árum hefur hún sungið m.a. í óperustúdíóinu í Odessa með sinfóníuhljómsveit. Frá janúar 2003 var Alexandra fastráðin sem einsöngvari í óperunni í Kiev. Samhliða því starfaði hún sem einsöngvari með frægum landskarlakór í Úkraínu, Boyan.