Endurgreiðsla æfingagjalda
Með vísan í samþykkt sveitarstjórnar Norðurþings tilkynnist að endurgreiðsla allt að 10. 000.- krónum vegna æfingagjalda barna og unglinga, 0 -18 ára, fyrir árið 2008 verða greiddar út í samvinnu við íþrótta- og ungmennafélög í Norðurþingi. Foreldrar / forráðamenn eru beðnir að hafa samband við framkvæmdastjóra/umsjónarmenn íþrótta- og umgmennafélaga sem munu annast endurgreiðslur æfingagjaldanna í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins.
f.h. Norðurþings
Jóhann Rúnar Pálsson, æskulýðsfulltrúi
Bókun sveitarstjórnar Norðurþings:
"Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings leggur til að sveitarfélagið endurgreiði æfingagjöld hjá iðkendum íþrótta- og ungmennafélaga í sveitarfélaginu að upphæð 10.000.- krónur á hvern iðkanda á ári. Þessi ákvörðun gildir frá 1. janúar 2008"
Greinargerð sveitarstjórnar Norðurþings:
"Meirihluti sveitarstjórnar vill leggja sitt af mörkum til að öll börn og unglingar í sveitarfélaginu á aldrinum 0-18 ára hafi góða möguleika á að stunda íþrótta og félagslíf. Öflugasta forvörnin gegn notkun áfengis, tóbaks og fíkniefna er almenn ástundun íþrótta- og félagslífs. Sveitarstjórn og íþrótta- og ungmennafélög munu í sameiningu útfæra tillöguna.
Tillagan samþykkt samhljóða í sveitarstjórn".