Endurskoðun á aðalskipulagi Norðurþings Skipulags- og matslýsing
Á fundi sveitarstjórnar Norðurþings 24. ágúst 2023 var lögð fram og samþykkt til kynningar skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Norðurþings. Í skipulags- og matslýsingunni koma fram áherslur sveitarstjórnar við endurskoðunina, upplýsingar um forsendur, núverandi stefnu og væntanlegt skipulagsferli.
Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og 1.mgr. 14.gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana er lýsingin kynnt fyrir hagsmunaaðilum og tækifæri gefið á að skila inn umsögnum eða athugasemdum. Skipulags- og matslýsingin er sett fram í greinargerð og verður til sýnis á bæjarskrifstofum Norðurþings á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Einnig verður hægt að skoða hana á heimasíðu Norðurþings www.nordurthing.is og á www.skipulagsgatt.is frá 31. ágúst til 28. september 2023. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 28. september 2023. Hægt er að skila inn athugasemdum í gegn um skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is
Hér má finna upplýsingar um aðalskipulag Norðurþings
Hér má sjá skipulags- og matslýsingu
Í næstu viku verða kynningarfundir um skipulags- og matslýsinguna fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila í sveitarfélaginu og verða fundir eftirfarandi:
-Fosshótel Húsavík í sal á neðri hæð, þriðjudaginn 5. september kl. 17:00
-Félagsheimilið Hnitbjörg á Raufarhöfn miðvikudaginn 6. september kl. 17:00
-Skólahúsinu á Kópaskeri miðvikudaginn 6. september kl. 20:00
Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér áherslur við endurskoðun aðalskipulagsins og vinnu sem stendur yfir um kortlagningu vega og landbúnaðarlands í sveitarfélaginu.
Hægt verður að nálgast upptöku frá fundinum 5. september á vefsíðu Norðurþings www.nordurthing.is fljótlega eftir fund og þar má einnig finna slóð á lýsinguna og verkefnavef aðalskipulagsins.
Skipulagsfulltrúi Norðurþings